Björg Guðmundsdóttir söngkona er múmínálfur alla leið.
Nú hefur hún leigt litla húsið í Gróttu í tvo mánuði til að semja tónlist. Þetta gerði hún líka í fyrra en þá var farið með fullt af hljóðfærum út í eyjuna – meðal annars orgel og eitthvað fleira.
Frá þessu segir í Fréttatímanum.
Þetta er gott hjá Björku. Það er auðvitað mjög heilnæmt og gott að sitja í sjávarloftinu og semja tónlist. Svo er útsýnið frá húsinu magnað bæði dag og nótt. Spurning bara um að passa sig að lokast ekki inni því það flæðir til og frá ‘eyjunni’ og ekki hægt að komast þangað á öllum tímum.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem íslenskir listamenn aðhafast eitthvað sniðugt í Gróttu. Árið 2006 lögðu þau Hrafnkell Sigurðsson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Friðrik Örn Hjaltested, Ragnar Kjartansson og Haraldur Jónsson undir sig alla eyjuna og kölluðu verkið – Eiland.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.