Berglind Ágústsdóttir er vel þekkt á íslensku listasenunni enda hefur hún verið starfadi í listsköpun til fjölda ára.
Hún hefur gefið út diska, haldið sýningar og sitthvað fleira en undanfarin ár hefur Berglind búið í Berlín með syni sínum Funa. Þar hefur henni sannarlega verið tekið fagnandi í iðandi flóruna en lista -og tískuvefritið Kaltblut er með tíu síðna viðtal við Berglindi í nýjasta tölublaðinu.
Þar fer blaðamaður einstaklega förgrum orðum um Berglindi og gengur svo langt að segja að yfirskrift blaðsins þennan mánuðinn, Avant Garde (framúrstefna) hafi verið til heiðurs þessarar litríku íslensku listakonu enda sé hún einskonar holdgervingur þess að vera Avant Garde.
Í viðtalinu kemur margt skemmtilegt fram, meðal annars segir Berglind frá því hvernig hún var dramatískur unglingur í roki úti á landi þar sem hún söng fyrir náttúruna, en flutti svo til Reykjavíkur og fannst hún vera komin heim. Hún segir frá partýum sem hún heldur í Berlín og blaðamaðurinn segir það alltaf bestu partýin þegar Berglind er búin að troða upp því þá verði allir svo glaðir og kátir. Berglind útskýrir jafnframt hvers vegna við íslendingar virðumst svo skapandi – þetta er allt í veðrinu.
Hérna má lesa viðtalið við Berglindi í heild sinni (á bls 199) og hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá henni við lagið Úlfur Úlfur. Textinn er byggður í kringum söguna af smalanum sem kallaði úlfur úlfur, af því hann var svo einmana en í laginu hjá Berglindi er hann étinn af úlfinum og kann bara vel við það…
[vimeo]http://vimeo.com/42930109[/vimeo]
HÉR er heimasíða Berglindar – kíktu endilega á hana og þá sérstaklega á teikningarnar sem eru alveg frábærar.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.