Það er gleðifrétt að nú getum við látið fé renna óskipt til Barnaheilla með því að kaupa Biomega Barnavítamín fyrir okkar eigin börn.
Fyrirtækið Icepharma sem framleiðir Biomega Barnavítamín er styrktaraðili Barnaheilla í þessum mánuði en ALLUR ÁGÓÐI af hverju seldu glasi rennur óskipt til Barnaheilla!
Þannig getur þú keypt góð vítamín handa barninu þínu og um leið hjálpað öðrum börnum! Biomega Barnavítamínin eru á góðu verði, eða um og rétt yfir 1000 kr og fást í öllum Apótekum, Hakgaupum, Fjarðarkaupum og Krónunni.
ÁHERSLA Á INNLEND MÁL
Barnaheill eru hluti af Safe the Children en samtökin einbeita sér að því að aðstoða börn með margvíslegum hætti en leggja sérstaka áherslu á starfið innanlands: Til dæmis fara peningarnir til fjölskyldna langveikra barna, í baráttu gegn ofbeldi á börnum, í heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Einnig rennur fé í neyðaraðstoð, til dæmis til barnanna sem þjást nú í Sýrlandi.
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Biomega Barnavítamínin eru framleidd á Íslandi og hönnuð af íslenskum lyfjafræðingum sem gerir þau sérstaklega góð fyrir okkar aðstæður. D-vítamín er alveg nauðsynlegt fyrir íslensk börn á veturna en Biomega Barnavítamín eru ætluð börnum frá 2-5 ára. Tegundirnar eru fimm: Barnafjör, Barnavítamínus, Barna C- vítamín, Barna D-vítamín og Barnakalk.
GLEÐISTUND Á MORGNANNA
Vítamínin eru mjög bragðgóð og því bara gaman fyrir krakkana að fá þau eftir morgunmatinn sinn. Býr til litla gleðistund á morgnanna (jafnvel hægt að nota í mútur) og mamman minnkar aðeins áhyggjurnar af að barnið fái ekki það sem það þarf í gegnum grænmeti og aðra hollstu 😉
Taktu eftir Biomega Barnavítamínum næst þegar þú ferð í apótek og náðu í glas, fyrir barnið þitt — og öll hin börnin líka!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.