Á Hönnunarmars í vor var gerð tilraun að hafa stóra “pop-up” verslun í gamla 17 húsinu á Laugavegi og sú tilraun heppnaðist svo svakalega vel að vinna hófst við að breyta þessu stóra og flotta húsnæði í verslunarmiðstöð hönnuða til frambúðar.
60 Hönnuðir samankomnir!
ATMO býður upp á mesta úrval af íslenskri hönnun á einum stað en í ATMO mun vera fatnaður, skór, gjafavara, snyrtivörur,skartgripir, tónlist og bækur. Alls um sextíu íslensk vörumerki samankomin á þremur hæðum í versluninni, sem staðsett er að Laugavegi 91. Í kjallara ATMO mun svo vera að finna verslunina 9 Líf sem býður upp bæði fatnað og húsmuni sem leita framhaldslífs með nýjum eigendum. Vörurnar eru sérvaldar af stílistum hússins sem starfa með Góða hirðinum og Rauða Krossi Íslands, sem nýtur góðs af starfseminni.
Markmið ATMO er að auðvelda aðgang að íslenskri hönnun, auka veg og virðingu íslenskrar hönnunar, aðstoða íslenska hönnuði við að selja sína hönnun, bæði hérlendis og erlendis, þannig að þeir geti sett tíma sinn sem mest í að hanna og þróa nýjar vörur.
VÖRUMERKI ATMO eru sem hér segir:
Alrún, As we grow, Atikin, Bility, Birna, Boas Kristjanson, Cintamani, Dead, Demo, EGF, Eggert Feldskeri, Embracing Faith, Færið, Gló, Go with Jan, Gust, Hanna Felting, Helicopter, Hendrikka Waage, Hildur Yeoman, Hlín Reykdal, Hringa, Huginn Muninn, Ígló, Tréleikföng Jóhönnu, Líber, Lúka, Marta Jónsson, Mundi, Nikita, Postulína, Rey, Reykjavík Letter Press, Sápusmiðjan, Scintilla, Skaparinn, Skyn Iceland, Sóley, Sonja Bent, Spaksmannsspjarir, Spíral, Staka, Stáss, Steinunn, Sunbird, Tulipop, Umemi, Una Skincare, Varma, Vík Prjónsdóttir, Villimey
ATMO býður öllum í Opnunarhóf hússins á morgun, Fimmtudaginn 15 nóvember kl. 16:00-19:00!
Klippt verður á borðann við hátíðlega athöfn kl 16:30
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.