Arna Bára Karlsdóttir er tryllt úr gleði yfir að hafa verið valin Miss Social November 2012.
Fyrir henni liggur ferðalag til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hún mun sitja fyrir í myndatöku í tvo daga. Hún fær jafnframt 400 dali í uppihald en sjálf þarf hún að borga fyrir að koma sér til Bandaríkjanna.
Í viðtali við MBL í dag segist hún ætla að gera sitt besta til að líta rosalega vel út fyrir ferðina og mun af því tilefni skella sér í spray-tan og fá sér neglur. Hún reiknar þó ekki með því að geta verið lengi í burtu því hún á 8 mánaða son sem heitir Tristan Logi.
Hér má svo sjá myndband sem Arna Bára setti af sjálfri sér í loftið í gær en hér er hún himinlifandi af kæti og þakkar öllum stuðninginn við sig, en passar sig í leiðinni að vekja ekki Tristan Loga.
Við á Pjattinu óskum henni að sjálfssögðu til hamingju með áfangann og vonum að draumar Örnu Báru komi nú til með að rætast í glysborginni.
__________________________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=J2BfkLmxOoY[/youtube]
Ef þig langar að styrkja Örnu Báru til ferðarinnar er hægt að hafa samband við hana á tölvupóstfanginu: arnabara4playboy@gmail.com og HÉR er svo Facebook fan síða Örnu.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.