Á morgun laugardag er Alþjóðlegi nakti garðadagurinn (World naked gardening day (WNGD)) og þar sem sumarið er komið, spáin er góð og fólk farið að huga að garðinum er kjörið tækifæri að kasta af sér spjörunum og taka daginn með trompi.
Þú getur valið að vera ein út í garði, með vinum, fjölskyldunni eða hverjum sem er en ef þú ert að forrækta plöntur inn í stofu hjá þér er kjörið að vökva moldina inni á Evu klæðunum.
Köstum af okkur klæðum á morgun og verum frjálsleg. Það er ekki á hverjum degi sem Aljóðlegi nakti garðadagurinn er haldinn hátíðlegur!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.