Aldrei hafa jafn mörg lög verið send inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins og á þessu ári en skilafrestur rann út fyrir rúmlega viku.
Á vef RÚV segir að fólk hafi staðið í röð í afgreiðslunni langt frameftir kvöldi en nú situr valnefnd og hlustar á þau lög sem eiga að komast áfram.
Samkvæmt upplýsingum frá RÚV eru fleiri áhugasamir um að keppa í Eurovision en 470 lög bárust í finnsku söngvakeppnina og 692 í þá dönsku. Svíar virðast hinsvegar manna æstastir því þar bárust 2549 lög inn í keppnina. Kannski ekki furða þar sem ABBA rekur frægð sína til þessarar skemmtilegu keppni.
Keppnin fer einmitt fram í Svíþjóð á næsta ári enda vann hið feikigóða lag Euphoria keppnina þar í fyrra. Svo er bara að bíða spennt og sjá hvaða lög komast áfram hér heima. Vonandi eitthvað hresst og svolítið ‘öðruvísi’.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.