Það má segja að hin breska Jan Ford sé nokkuð sérstök kona. Hún hefur verið gift sex sinnum og leitar nú að sjöunda eiginmanninum orðin 63 ára gömul.
Jan er semsagt ekki af baki dottinn þó flestir hefðu talið að hún ætti að hafa gefist upp fyrir löngu. Hún er staðráðin í að finna ástina áður en yfir lýkur og ætlar sér að giftast í sjöunda sinn. En hvernig fer fólk að því að giftast sex sinnum? Skoðum söguna hennar…
1. Átján ára ólétt
Jan þessi gifti sig fyrst aðeins átján ára gömul eftir að vinur hennar barnaði hana. Það hjónaband lifði aðeins rétt nokkur ár enda bæði óþroskuð og ung og eiginmaðurinn alltaf til sjós. Þau skildu þegar Jan var 23 ára.
2. Chris hélt framhjá
Þegar hún er þrítug kynnist hún píparanum Chris sem var fjórum árum yngri en hún. Eftir að hafa verið saman í þrjú ár verður hún ólétt og þau ganga í það heilaga. Hann vildi giftast hjá borgardómara og hafa athöfnina aðeins með þeim tveimur. Hún segir að það hefði nú átt að hringja bjöllum. Fljótlega eftir að hún varð ólétt fer hann að halda framhjá henni og gerir það bæði á meðgöngu og eftir að barn þeirra er fætt. Með fleiri konum. Eðlilega skildu þau fljótlega.
3. Reykingamaðurinn á horninu
Þegar Jan er 34 ára kynnist hún náunga sem vinnur í næstu verslun við hennar. Hann svermir fyrir henni, mætir á hverjum morgni í búðina til hennar að kaupa sígarettur og fljótlega biður hann hennar og hún játar, þrátt fyrir að vera svolítið efins. Svo liðu ekki nema þrjár vikur þar til hún áttar sig á því að hún hefði aldrei átt að giftast náunganum og biður um skilnað… Næsti!
4. Ungi vinnufélaginn
Fjórði eiginmaðurinn kom í líf Jan þegar þau unnu saman á bar. Þetta var fljótlega eftir síðasta skilnað. Hann var fimm árum yngri en hún og varð yfir sig ástfanginn. Ekki leið á löngu þar til hann bað hennar og vildi halda athöfnina í stórri kirkju með pompi og prakt. Hún játti og þau giftu sig en skildu svo nokkrum mánuðum síðar þar sem þau rifust án afláts. Þá skráði hún sig hjá stefnumótaþjónustu.
5. Hitti fimmta á balli
Sá fimmti var eldri en hún, eða 44 ára og hún 37. Þau kynntust á dansleik en hann var yfir sig heillaður og eltist við hana í smá tíma en hún varð mjög hrifin. Þau giftu sig og áttuðu sig fljótt á því að þau voru ósammála um tilgang hjónabands og hvernig það virkar sem best.
6. Nágranninn
Sjötti og sá síðasti var nágranni Jan, eldri borgari sem óttaðist að lenda á elliheimili. Hún sagði hann kankvísan og skemmtilegan og ákvað að giftast honum, þau gætu þannig passað upp á hvort annað. Ekki leið á löngu þar til súrnaði á heimilinu og þau skildu. Hann lést svo nokkrum mánuðum síðar á elliheimili.
7….
Nú leitar Jan að sínum sjöunda og vonar að hann verði sá síðasti. Hún sagði sögu sína í Daily Mail í þeirri von að einhver heillaðist kannski en hún reiknar þó ekki með að finna hann í Bretlandi. Er alveg til í að leita út fyrir landssteinana. Kannski er áhugasamur íslendingur til í að kynnast Jan?
***
Við spyrjum okkur – hvað er það sem veldur því að Jan gefst ekki upp? Er þetta einhver íþróttamannsleg þrjóska? “Mér tókst ekki síðustu sex skipti en næst, já næst gengur það!”
Líklegast eru meiri líkur á að Jan höndli hamingjuna með því að hætta að leita og einbeita sér að sjálfri sér og eigin áhugamálum. Það er okkar mat. Prófa kannski að iðka tómstundir og annað og sjá hvað gerist. En Jan er staðráðin. Hún segist vilja, það sem flestir vilja, eldast og verða gömul með góðum sálufélaga. Já?
Pjattrófurnar óska henni góðs gengis…Þetta skaaal ganga upp Jan! 😉
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.