Fimm ára stelpa sem býr í Houston borg í Texas var skikkuð til að fara í stuttermabol yfir kjólinn sinn og gallabuxur undir af því kjólinn þótti of dónalegur.
Þegar pabbi hennar kom að ná í hana varð hann eðlilega alveg brjálaður og skrifaði bloggfærslu á vef Houston Press sem síðan fór á flug um alnetið.
Þar skrifar hann meðal annars að alveg frá því sónarmyndin sýndi að hann ætti von á stúlkubarni hafi hann beðið eftir að skömmin í formi “dress code shaming” bankaði upp á. Hann sagðist þó ekki hafa átt von á því svona snemma. Hún er jú bara fimm ára.
Það sem truflar pabbann mest er þó að siðareglur tegndar klæðnaði í skólanum eiga aðeins við um stelpur. Þar stendur ekkert um hvernig strákar eiga að klæða sig.
Hvað finnst þér um þetta? Er eðlilegt að setja dresscode á litlar stelpur? Eða stelpur yfir höfuð? Eru reglurnar um klæðnað á Samfés ballinu réttlætanlegar eða flokkast það undir slutshaming (druslustimplun)? Hvar og hvernig drögum við línuna? Og á yfirleitt að draga línu? Ræðið á Facebook síðu Pjattrófanna HÉR.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.