Á morgun verður sannkölluð jólastemmning í miðborginni. Rauði krossinn stendur fyrir tónlistar- og hönnunarveislu sem hefst kl 12 á hádegi og stendur til kl 12 á miðnætti þann 12.12.12.
Fjölmargir tónlistarmenn og hönnuðir gefa vinnu sína og fatnað, það verður tónlistarmaraþon og tískusýning með uppboði og margar verslanir verða opnar frameftir.
Tónlistarmaraþon á Obladi oblada á Dillon
Frá 12 á hádegi til 12 á miðnætti, aðgangseyrir á báða staði 1000 kr (fer í styrktarsjóð Rauða krossins).
Tónlistarmenn sem koma fram:
Tommi Tomm, Maggi Einars, Karl Pétur, Eddi Lár, Andrea Gylfa, Herra Halli, Egill Ólafs, Gunni Þórðar, Óli Palli, Hallgrímur Guðsteins, Kormákur Braga, Bergur Thorberg, Helga Völundar, Jakob F Magnússon, Krummi Björgvins, Jón Indriða, Baldvin Sig, Geiri Jóns, Raggi Sót, Oddur Alberts, Valgeir Guðjóns, Sigfús Arnþórs, Rúnar Þór, Jökull Jörgens, Hafþór Ólafs, Hjalti Þorkels, Gunni Erlings, Baddi Jeff who, Eiki Hauks, Gímaldin, Bragi Ragnars, Lísa Páls, Böggi Egils, Emil Rafn, Kristján Þorvalds , Skúli Mennski, Sváfnir Sigurðar, Bjartmar Guðlaugs , Björn Jörundur , Ingvar Valgeirs , Markús Bjarna , Mikki Pollock , Hek , Danny Pollock, Ásgeir Óskars, Dóri Braga , Gummi Hauks , Lára Rúnars og band , Gunnbjörn , Marlon Pollock , Unnur Pollock , Maggi úr Morgan Kane . Róbert Már, Elías Ágústs, Brendan ,Perla Sif ,Franz Gunnars ,Frosti og Bjarni ,Rakel Ýr.
Tískusýning og uppboð á Gallerí Bar 46
Tískusýning frá flottustu hönnuðum bæjarins ásamt fatnaði frá Rauða Krossinum á Hverfisgötu 46 kl 20.30. (Húsið verður opnað kl. 19.00)
Hönnuðir sem taka þátt:
Einvera, 2305 Reykjavík, Birna, Deathflower , Dula, Fiona Cribben, Gammur, Go with Jan,Gust, HALLDORA, Helicopter, Hildur Yeoman,Indian in Me ,Kron by Kronkron, Líber, Nostalgía, Rokk og Rósir, Simply, Spúútnik, Volcano, Nostrum, Jóna María Norðdahl,Rakel Hafberg
Uppboðshaldari er Bjarndís Helga Tómasdóttir og hinar dillandi Kanilsnældur munu sjá um undirspil.
Á staðnum verður enn fremur tekið á móti sparifatnaði, sem fjölskylduhjálp Rauða krossins á Íslandi mun útdeila til þeirra sem þurfa. Verslanir í miðborginni verða opnar frameftir kvöldi eins lengi og verslunareigendur og kúnnar eru í stuði!
Hér má sjá frekari upplýsingar um viðburðinn á facebook!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.