Í tilefni þess að Blue Lagoon er að setja á markað nýtt þörungakrem, Nourishing Rich Cream, bauð Blue Lagoon konum að taka þátt í Blue Lagoon Akademíunni að vera hluti af hópi kvenna sem upplifir vöruna áður en hún er sett á markað.
Hugmyndin féll í góðan jarðveg og sóttu um 1400 konur um að taka þátt í verkefninu en hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir konur sem hafa mikinn áhuga á snyrtivörum!
Þær prófa nýjasta Blue Lagoon andlitskremið og fá tækifæri til að segja sitt álit og deila með öðrum á opinni bloggsíðu. Þátttakendur hafa einnig fengið nýja kremið, vöruprufur og afslátt í verslun Blue Lagoon.
Hundrað konur voru valdar í hópinn og prófa þær nú vöruna og deila upplifun sinni á vefsíðu verkefnisins.
Ása Brynjólfsdóttir rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins hf segir að sérstaða Blue Lagoon varannna hafi ávalt legið í mikilli nálægð við viðskiptavininn.
“Við erum íslenskt vörumerki og höfum ávalt lagt mikla áherslu á að þróa vörur samkvæmt óskum markaðarins. Okkar vinsælustu vörur, Blue Lagoon Silica Mud Mask og þörungamaski eru dæmi um vörur sem hafa verið þróaðar til að mæta óskum viðskiptavina. Við leituðum því til kvenna sem vildu prófa nýja kremið og deila reynslu sinni af því með okkur,“ segir Ása.
Blue Lagoon þörungar sem þekktir eru fyrir virkni gegn öldrun húðarinnar eru lykilinnihaldsefni nýja andlitskremsins.
Blue Lagoon þörungamaskinn sem settur var á markað á sl. ári sló í gegn á meðal íslenskra kvenna og nýja þörungakremið er spennandi viðbót við Blue Lagoon vörulínuna sem byggir á virkum efnum Bláa Lónsins, kísil, steinefnum og þörungum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.