Tíu ára gömul stúlka, Ashlynn Connor, sem bjó í 900 manna bæ í Illinois í Bandaríkjunum framdi sjálfsmorð fyrr í mánuðinum eftir að hafa verið lögð einelti síðan í þriðja bekk.
Skólasystur hennar kölluðu hana “feita”, “ljóta” og “druslu”. Eineltið gekk svo langt að stúlkan fór þess á leit við móður sína að fá að leggja stund á námið heima fyrir með móður sína sem kennara. Það var kvöldið áður en hún fyrirfór sér inni í herberginu sínu.
Móðir hennar hafði reynt að útskýra fyrir henni að hún gæti ekki kennt henni heima. Ashlynn hafði þá kvartað í þrjá mismunandi kennara yfir eineltinu en þau höfðu sagt henni að “hætta að klaga”.
Umhugsunarefni
Einelti hefur verið mikið í umræðunni á liðnum misserum, bæði hér sem erlendis enda eru afleiðingar þess mjög alvarlegar og geta, eins og við vitum, endað með þessum hætti. Ashlynn litla var venjuleg, tíu ára stúlka. Hana dreymdi um að verða dýralæknir og klappstýra. Hún stóð sig vel í skóla og hafði hlotið verðlaun fyrir góðan námsárangur.
Einelti er umhugsunarefni fyrir alla. Foreldrar þurfa bæði að ræða þessi mál við börn sín þó ábyrgðin sé mest hjá kennurum og öðrum sem hafa eftirlit með börnum í skóla og við tómstundir.
Ég vona að með aukinni umræðu sé hægt að vinna gegn þessu samfélagsmeini. Vítin að varast eru mörg og til þess að hægt sé að uppræta, eða vinna gegn þessu, þarf samstillt átak og viljann til að horfast í augu við vandann, viðurkenna mistök og taka svo á vandamálinu af fullum krafti. Það er dauðans alvara að horfa framhjá eineltismálum. Við fjöllum sjaldnast um svona mál hér á Pjattrófunum en börn varða okkur allar og stundum getur maður ekki orða bundist.
Hér er viðtal við móður Ashlynn sem tekið var fyrir NBC sjónvarpsstöðina á dögunum og HÉR er vefsíða Regnbogabarna þar sem hægt er að finna ráð og upplýsingar um hvernig megi bregðast við þessu meini:
Visit msnbc.com for breaking news, world news, and news about the economy
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.