Söng -og leikkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir varð fyrir því óhappi um síðustu helgi að týna símanum sínum.
Nánar tiltekið átti óhappið sér stað á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég Suður sem haldin var á Ísafirði en þar var Þórunn í góðum hópi tónlistarmanna.
Síminn gufaði upp á leiðinni að heimavist menntaskólans en Þórunn leitaði m.a. til lögreglunnar á Ísafirði og auglýsti eftir honum á Facebook. Það var henni afar mikilvægt að finna tækið því inni á símanum voru bæði textar og demo upptökur af efni sem verður á plötunni hennar sem kemur út í júlí.
Ekki var lengi að bíða þar til einhver heiðarlegur vestfirðingur kom símanum til lögreglunnar á staðnum og í dag fékk Þórunn þessa líka fínu sendingu frá Lúlla Löggubangsa. Með krúttlegri mynd og allt.
Þórunn er að vonum mjög þakklát þeim sem skilaði símanum sem og löggunni fyrir vestan, sendir þeim hugheilar og hjartahlýjar kveðjur og lofar að senda áritaða plötu vestur þegar hún kemur út í sumar.
Krúttlegt…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.