Frestunarárátta og fyndnasta fólkið á internetinu

Frestunarárátta og fyndnasta fólkið á internetinu

cat-on-computer1Frestunaráráttan mín lýsir sér þannig að fyrir hvern mikilvægan fullorðinshlut sem ég þarf að gera (borga reikninga, hringja í LÍN, kaupa ryksugupoka) þarf ég að gera tíu ófullorðinslega hluti.

Það útskýrir kannski af hverju það er búið að taka mig áratug að taka bílpróf.

Með tíð og tíma hef ég náð að skerpa frestunaráráttuna mína talsvert og sérhæft mig í að sóa tíma á Youtube. Ég get ekki stillt mig um að deila með ykkur gleðinni (smita ykkur af letinni ) og benda ykkur á nokkra af mínum uppáhalds grínvinum á youtube (þeir eru samt ekki vinir mínir, þetta er óskhyggja í mér)

Jenna Marbles

Jenna er ein stærsta stjarnan á youtube en myndbandið þar sem hún umbreytir sér úr ljótri í sæta týpu (hennar orð, ekki mín) er með 56.319.746 áhorf. Það er frekar há tala. Stelpan er óstjórnlega fyndin og skemmtileg, bara svipað og ég.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=OYpwAtnywTk[/youtube]

Beth in Show

Beth er lærð leikkona, býr í NYC og reynir að láta drauminn rætast milli þess sem hún er vandræðaleg. Hún er svo óframfærin og óörugg að það verður brilliant og yndislegt. Svo þolir hún ekki Gwyneth Palthrow  (alveg eins og ég, sjá sönnunargagn nr. 1 hér) og hermir eftir okkar konu lygilega vel – óþolandi skemmtilegt.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=W9SHyJiSM6g[/youtube]

Daily Grace

Stúlka þessi sendir frá sér sprenghlægileg myndbönd alla virka daga, svo það er hennar atvinna. Sumir vinna líka við að smakka súkkulaði (Hvar tók ég ranga stefnu í lífinu?) Grace þessi grínar um allt og ekkert, ég held sérlega upp á myndböndin þar sem hún reynir að elda enda arfaslakur kokkur og þá líður mér betur með mig. Allir vinna!

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=k72FzEY2C7w[/youtube]

Glozelle

Nafnið ætti að útskýra allt en bara til að staðfesta það – allt sem þessi blessaða kona gerir er fyndið. Stundum er hún ekki einu sinni að reyna, ég efast um að hún hafi nokkurntímann gert tilraun til að vera fyndin, hún er það bara. Þegar Glozelle kafnar á kanil þá kafnar heimurinn úr hlátri. Ég get ekki skrifa þetta án þess að hlæja. Ó Glozelle…

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Cyk7utV_D2I[/youtube]

Trisha Paytas

Þetta er heimsins fyndnasta bimbó skinka sem til er. Trisha Paytas er gríðarlega vinsæl youtube-stjarna. Hún er með alltof stór sílíkon brjóst, hún er fagmennsku meikdolla og hefur engan tilfinningu fyrir því þegar klæðnaður er of þröngur – það er ekki til hjá henni. Þar að auki er hún ótrúlega fyndin. Hér veltir hún því t.d fyrir sér hvort hundar hafi heila. Svo elskar hún Jesús (og brúnkukrem)

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=08RFTI9QR20[/youtube]

Catherine Tate

Uppáhalds týpan mín er reyndar ekki beint youtube stjarna heldur persóna úr þáttum leikin af hinni kyngimögnuðu Catherine Tate. Lauren Cooper er fyndnasta eintak sem hefur skipt hárinu í píku og verið með stæla. Am I bovered  er setning sem ég er búin að segja svo oft að samferðafólk mitt er hætt að hlusta. Ég gæti lokað mig af í kofa upp á heiði og talað við sjálfa mig og ímyndaða Lauren Cooper.  Its well good, innit! 

Hinar týpurnar hennar Catherine Tate eru ekki að verri kantinum, Posh-mamman, Derek skápahommi, Hneyksluðu hjónin, Vandræðalega partý konan, Ofurhreinskilna amman – þetta eru stórkostlegar persónur.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=04Em_ARI3uk[/youtube]

Ég ber enga ábyrgð á þeim tíma sem þú munt sóa eftir að þú kemst á upp á bragðið með youtube-grínið. Í versta falli smitast fleiri af frestunaráráttunni og þá verður áratuga bílprófsmálið mitt ekki jafn áberandi…

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest