Ég ákvað að taka smá snúning á dömutísku fyrri ára. Grái liturinn hefur greinilega verið heitasti liturinn í haust og vetrartískunni gegnum undanfarna áratugi og við erum ekki að upplifa neitt nýtt…
Svo rakst ég á skemmtilegt myndband frá árinu 1930. Hér eru fatahönnuðir beðnir um að hanna fatnað -sem nokkurs konar framtíðarspá hvernig fatnaði konur munu klæðast árið 2000 -og í raun má segja þau voru ekki verið svo langt frá þvi og margt kunnuglegt sem er einmitt í tísku:
Kjóll sem hægt er að breyta fyrir kvöldið, toppur úr svörtu “gegnsæju efni”, skór eru með þykkum hæl einmitt mikið í tísku 2009, kjóll úr áli með rennilásum, það eina sem enn er ókomið á markað höfuðskraut sem hjálpar konum að finna heiðarlegan karlmann…
Fyrir herra má líka sjá þennan fína “síma” sem hægt er að setja í vasann og bera á sér hvert sem þeir fara!
Fyrst myndbandið og svo nokkrar flottar myndir -góða skemmtun!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.