Ég, líkt og Hollywood skvísan Jennifer Aniston, er mjög hrifin af NIP + FAB.
Mér finnst húðin mín alltaf fallegust þegar ég man eftir því að skrúbba hana reglulega. Hún tekur betur við kremum, verður mýkri og brúnkukremið bæði helst lengur á og áferðin verður jafnari.
Circulation Fix Body Scrub frá NIP + FAB
Circulation Fix Body Scrub frá NIP + FAB er skrúbb sem ég hef verið að nota og er verulega ánægð með. Kornakremið er sérstaklega hannað til að nota eftir æfingu en það eykur á blóðflæði svo um munar.
Kornakremið eykur ekki bara blóðflæði heldur frískar líka upp á húðina og veitir henni ljóma. Helstu virku efni eru menthol sem endurnærir og kælir, glycolic sýra sem eykur á ljóma og frískar upp á húðina og microscrub sem tekur burt dauðar húðfrumur.
Skrúbbinn nota ég einu sinni í viku. Ég einfaldlega nudda kornakreminu á líkamann með hringlaga hreifingum í sturtu. Þá verður húðin tilbúin fyrir nærandi húðmjólk og því næst gott brúnkukrem.
En ég hef einmitt “aðeins” prófað mig áfram með brúnkukremið frá NIP + FAB sem ég nota líka einu sinni í viku.
Mér finnst leiðinlegt að liggja í sólbaði og nota því óspart brúnkukrem. Mér finnst nefnilega líka leiðinlegt að vera grá og guggin.
Get set + glow with 365 Body Glow Fix.
365 Body Glow Fix frá Nip + Fab er gott brúnkugel vegna þess að það þornar hratt og gefur fallegan ljóma og náttúrulegan lit.
Þó að gelið sé glært hef ég ekki upplifað að ég gleymi stöðum á líkamanum og verði flekkótt. Mér finnst auðvelt að bera það á (mjög stór plús) og það tekur einungis fjóra tíma að ná hámarks lit.
Gelið inniheldur hvítt te sem frískar og eykur á ljóma húðarinnr og E vítamín sem verndar og mýkir hana. Gelið má nota á líkama og andlit.
Svona ferðu að:
- Þú skrúbbar burt dauðar húðfrumur með kornakremi í sturtu.
- Berð gelið á líkamann eftir ákveðnu skipulagi. Byrjar á kálfum, lærum og maga. Berð síðan á bak og bringu og endar á höndum.
- Þværð varlega hendur með sápu og heitu vatni, þværð vel á milli fingra.
- Eftir að þú hefur borið gelið á skaltu klæðast víðum fatnaði í smá tíma eða þangað til gelið hefur þornað að mestu, fatnaði sem klístrast ekki við gelið.
- Daginn eftir og næstu daga skaltu bera á þig bodylotion til að halda litnum við. Eftir því sem húðin er þurrari þeim mun meiri líkur eru á því að brúnkan fari af.
Ég hef aðeins verið að skoða fleiri vörur frá NIP + FAB og er spennt að prófa. En margar af þeim eru hannaðar til að stinna húðina og vinna á slöppum svæðum.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.