Mér sýnist heimurinn smátt og smátt vera að vakna til vitundar um óheilbrigði þess að konur eru ‘fótósjoppaðar í drasl’ í flestum fjölmiðlum…
…hvort sem um er að ræða auglýsingar, forsíður, blaðaviðtöl, tískuheiminn, pólitík eða annað, við erum bara pússaðar og tússaðar þar til um næstum óraunverulega mannveru er að ræða. Eins og ég skrifaði HÉR í annari grein um þetta áhugamál mitt, það væri eins hægt að bera sig saman við Andrés Önd, svo óraunverulegt er þetta á köflum.
Götulistamanninum Daniel Soares finnst þetta líka full mikið af því góða svo hann fór og límdi hreinlega Photoshop verkfrærastikuna á bikiníauglýsingar frá sænska tískurisanum H&M. Svona til áminningar. Auglýsingarnar voru settar upp í biðskýlum í Hamborg í Þýskalandi.
Það væri í raun frábært ef svona áminningarstimpill fylgdi öllum fótósjoppuðum myndum, líkt og No MSG á matvöru þá væri svona: “Það hefur verið átt mikið við þessa mynd” stimpill á myndum af fótósjoppuðum konum og kvenlíkömum. Þetta er nefninlega orðið hálf galið. Svo galið að sumar hreinlega fara aftur og aftur undir hnífinn og eyða 4 kls á dag í að mála sig til að geta litið út eins og fótósjoppuð dúkka.
Smelltu HÉR til að sjá breytingu sem ég gerði á hálftíma í Photoshop.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.