Þegar ég var yngri lærði ég á blokkflautu, píanó og svo fiktaði ég við gítarplokk á unglingsárunum.
Það var ekki úr miklu að moða hvað varðar gítarnótur í denn, maður þurfti að taka lögin upp á kassettur, hlusta á þau og pikka þau upp. Að sjálfsögðu var hægt að kaupa bækur, en úrvalið var ekki endalaust og svo tímdi maður kannski ekki alveg að eyða vasapeningunum í nótnabækur.
Dóttir mín er nú að feta í fótspor móðurinnar og situr inn í herbergi á kvöldin og plokkar gítarinn. Hún er búin að taka eina önn í tónskóla að læra gripin þannig að hún er ekki með mikinn grunn en hún spilar Pál Óskar, Adele og hinu ýmsu dægurlög með hjálp snilldar síðu sem kallast Guitarparty.com
Guitarparty.com er rekin af fyrirtækinu Þríhöfði ehf. og er með þrjá starfsmenn, einn á Íslandi og tveir í útlöndum. Framsetningin á lögunum er þannig að textinn er birtur á síðunni, heiti á gripum og svo einnig mynd af þeim. Þú getur valið í hvaða tóntegund þú vilt spila lagið og hvaða hljóðfæri þú ert að nota (Gítar eða Ukulele). Það er einnig hægt að finna lög með þeim gripum sem þú kannt og þeir eru bráðum að fara bæta við Gítarkennslu sem er stórsniðugt fyrir þá sem eru að byrja að spila, eða vilja rifja upp taktana.
Ég mæli með að kíkja á þessa síðu ef þú ert að fikta við að spila á gítar, eða ukulele því ef þið eruð með leyndan draum að taka lagið í næsta partý þá er Guitarparty.com síðan.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.