Föstudagskokteilllinn: Sexý og seiðandi blóðappelsínu French 75

Föstudagskokteilllinn: Sexý og seiðandi blóðappelsínu French 75

Blood Orange French 75

French 75 er dásamlegur og vissulega frekar hættulegur kokteill sökum þess hversu hátt áfengis innihaldið er og hversu vel hann bragðast.

Screen Shot 2013-08-16 at 15.17.32Og eins og með allt sem við neytum þá bragðast þessi drykkur betur því flottari og ferskari sem hráefnin eru. Smartast er að bera hann fram í háu kampavínsglasi sem hafa verið kæld í frystinum áður. Þessi drykkur rekur ættir sínar til hefðarkatta New York borgar en þú getur lesið meira HÉR og fundið upprunalega uppskrift. Eftirfarandi er hinsvegar krassandi blóðappelsínu útgáfa af þessum unaðslega drykk.

INNIHALD

1 og hálf-faldur Tanqueray gin (af því það er svo fullkomið í þennan drykk)
safi úr einni lítilli blóðappelssínu (á stærð við sítrónu) annars hálfri
safi úr 1/2 lítilli sítrónu
80 ml kampavín eða freyðivín
klaki

LEIÐBEININGAR

Kældu kampavínsglas eða hátt glas í frysti. Taktu það svo út þegar það er vel kalt og settu klaka í helminginn. Helst mulinn. Fylltu kokteilhristara með klaka og bættu við gini, blóðappelsínu og sítrónusafa. Hristu vel.

Helltu í glösin og toppaðu með kampavíni. Skreyttu með sneið af blóðappelsínu eða smá berki.

Skál og góða helgi!

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest