Hvítur Rússi eða White Russian er alveg eins og Black Russian nema bara með mjólk eða rjóma (nú eða möndlumjólk fyrir þær sem ekki vilja mjólk).
Hér erum við með hrikalega girnielga útfærslu á þessum fræga kokteil, nefninlega með smá súkkulaðisýrópi út í en bragðið er það sama og af Nutella. Ef við myndum setja Nutella út í þá yrði þetta að klessu, svo sýrópið kemur í staðinn. Þú þarft…
1.5 skot Frangelico eða annar hnetulíkjör
einfaldur vodka
dass af Hershey’s súkkulaðisósu
fyllt upp með blöndu af mjólk og rjóma eða bara rjóma
og… fullt af klaka
Mixaðu Frangelico, vodka, sýrópinu og rjóma í hristara. Fylltu með klaka og smá auka mjólk ef þú vilt. Skreyttu með smá kexi eða öðru fínerí.
Skál!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.