TOP

Föstudagskokteillinn: Strawberry Gin Smash.

IMG_8806

Ég fékk þessa ljómandi fínu ginflösku í afmælisgjöf í fyrra. Og þar sem að ég kann illa að meta að hafa óopnaðar áfengisflöskur á barnum mínum ákvað ég að fara á stúfana og finna góðan ginkokteil.

Ég get ómögulega drukkið gin í greip eða tónik. Ég drakk um það bil 70 lítra af slíkum mixtúrum um verslunarmannahelgina árið 2004. Aldrei aftur. Ég finn meira að segja ennþá ginbragð af greipi. Oj bara.
IMG_8797
Strawberry Gin Smash.
1 teskeið sykur
Hálft lime
2-3 jarðaber
Væn skvetta af gini
Sódavatn
Klakar
IMG_8816
Sykurinn fer í glas og lime kreist út í. Þessu er hrært vel saman.
PicMonkey Collage
Jarðaberin eru skorin í sneiðar og sett saman við. Aftur er hrært vel en varlega.
IMG_8828
Glasið er svo fyllt af klökum, gini skvett út í og síðan fyllt upp í með sódavatni.
IMG_8846

 

IMG_8852

Hrikalega ferskt og gott! Gleðilegan föstudag og góða helgi!

 

Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló. Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.