Mojito hefur lengi verið einn vinsælasti kokteill landsins en auðvitað er margt annað gott sem ber með sér svipaðan keim.
Til dæmis caipirinha og svo þessi súperferski dásamlegi sumardrykkur – RIO CAIPIROSKA!
Innihaldið er svipað og í Mojito og Caipirinha nema hér notum við vodka. Drykkurinn verður fyrir vikið ekki jafn sætur og hinir kokteilarnir en alveg dásamlega svalandi og góður.
INNIHALD:
50 ml Smirnoff No. 21
1 lime skorið í 6 hluta
1 msk sykur
AÐFERÐ:
Settu lime og sykur í botninn á glasinu, helst þungt viskí glas. Kremja saman og bæta svo klaka út í svo vodka, best að nota mulinn klaka. Blanda vel saman og njóta.
Í einu glasi eru 180 hitaeiningar (but who cares?).
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.