Föstudagskokteillinn að þessu sinni er hressandi enda inniheldur hann bæði Redbull og rabarbara!
Margar höfum við líka sett niður myntu í garðinn eða í potta á svölunum og um að gera að nýta hana, meðal annars í ljúfan kokteil.
Hér kemur einn sem rekur ættir sínar í fallegt eldhús í vesturbænum en hann kom úr kollinum á vinkonu Pjattsins sem er margt til lista lagt. Meðal annars að gera kokteila. Þetta átti hún allt til í ísskápnum en svo klippti hún ofan í kokteilinn rabarbara og notaði stöngulinn sem hræru…
- 3cl Smirnoff
- (Hálf dós) Red Bull
- (Dass af) Kristall mexican lime
Allt saman í glas með klaka og myntu.
Hræra og njóta!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.