Kokteilar: Pretty Spicy Woman!

Kokteilar: Pretty Spicy Woman!

Þessi girnilegi kokteill er settur saman af snillingunum á SushiSamba en staðurinn á ekki síður að þakka ótrúlega góðum kokteilum þær feiknarvinsældir sem hann hefur hlotið frá upphafi.

Þetta er ekki þessi hefðbundni Malibu kokteill heldur er hann sætur og öflugur í senn, bragðmikill og ljúffengur, eins og nafnið Pretty Spicy Woman gefur til kynna.

Kokteillinn inniheldur hinn unaðslega, suðræna Malibu kókoslíkjör, jarðarberja og melónulíkjöra og er alveg hreint fullkominn í flott partý eða sem fordrykkur í góðu matarboði.

Pretty Spicy Woman

INNIHALD

3cl Malibu kókoslíkjör
3cl Melónulíkjör (Midori)
3cl Jarðarberjalíkjör
3 Basil lauf
3 Mintu lauf
1 Chili bútur
3cl Maukuð jarðarber

AÐFERÐ

1. Blandaðu saman í matvinnsluvél (blender): Malibu, melónulíkjör, basil, mintu og skeið af klaka þar til allt er orðið að vökva.
2. Blandaðu svo saman jarðarberjamauki, jarðarberjalíkjör, chili og annarri stórri skeið af klaka þar til allt er orðið að krapi.
3. Helltu fyrri blöndunni í hátt glas.
4. Helltu seinni blöndunni yfir þá fyrri og sjáðu til að þær séu aðskildar, s.s. blandist ekki saman í glasinu og séu í tveimur lögum eins og á myndinni. Skreyttu með sítrónugrasi.

Njótist í góðra vina hópi.

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest