Þessa vikuna er föstudagskokteillinn sérlega fab!
Kokteillinn er samblanda af Ketel One vodka, kampavíni og Grand Marnier – pjattaðri blöndu væri erfitt að finna.
- 1/2 dl Ketel One vodki
- 1 msk. Grand Marnier
- 1 msk. trönuberjasafi
- 1 msk. lime safi
- Muldur klaki
- Rúmlega 1/2 dl af kampavíni (í sætari kantinum)
Blandið saman Ketel One vodka, Grand Marnier, trönuberjasafa og lime safa í kokteilhristara sem er síðan fylltur upp með muldum klaka. Hristið og kælið síðan.
Þegar bera skal drykkinn fram er kampavíninu bætt við.
Skreytt með hindberi eða kirsuberi í botninum.
Frábær föstudagskokteill og fullkominn drykkur til byrja fjöruga helgi

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.