Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

FÖSTUDAGSKOKTEILLINN: Mai Thai – Suðrænn og seiðandi rommdrykkur

Traditional-Mai-Tai
Mai Tai er einn af þessum kokteilum sem allir barþjónar með góða sjálfsvirðingu verða helst að kunna að hrista saman.

Þetta er klassískur kokteill sem var gífurlega vinsæll á árabilinu 1950-60 en nafnið Mai Tai kemur frá Tahiti og þýðir góður.

Drykkurinn er ljúffengur, mátulega sætur og inniheldur bæði romm, lime og sykur svo aðdáendur Mojito ættu endilega að prófa!

Þú þarft…

 • 1,5 cl amaretto
 • 1,5 cl ljóst romm
 • 1,5 cl dökkt romm
 • 1,5 cl grenadine
 • 2 cl sítrónusafi
 • 1 tsk. sykur
 • ananas og appelsínusafi

Og hér er svo önnur  og jafn ljúffeng útgáfa…

 • 2 cl ljóst romm
 • 2 cl triple sec
 • 2 cl amaretto
 • 1 cl ferskur lime safi
 • 1 cl grenadine
 • 6 cl ananas safi

Aðferð:

Blandið saman öllum hráefnum kokteilhristara og hristið duglega í þar til klakinn er vel mulinn. Hellið í hátt glas og bætið klaka við. Skreytið með lime sneið, myntu eða appelsínusneið. Best er að hafa sykurinn fljótandi (ljóst sýróp) ef hægt er.

Skál og góða helgi!*

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is