Föstudagskokteillinn: Mai Tai á KOL er málið – Skelltu þér í drykk eftir vinnu!

Föstudagskokteillinn: Mai Tai á KOL er málið – Skelltu þér í drykk eftir vinnu!

maitai

Ekki alls fyrir löngu sögðum við á Pjattinu frá nýjum sjóðheitum stað við Skólavörðustíg – KOL.

Á Kol er hægt að gæða sér á ýmsum krásum en eitt það besta við staðinn eru metnaðarfullir kokteilbarþjónar sem gera allt sem þeir geta til að toppa kokkana í kjallaranum, bara með því að blanda ávanabindandi kokteila sem fá þig til að mæta aftur og aftur á staðinn.

Við slógum á þráðinn til þeirra og fengum uppskrift að einum ótrúlega sumarlegum og góðum.

Þetta er klassískur kokteill sem var gífurlega vinsæll á árabilinu 1950-60 en nafnið Mai Tai kemur frá Tahiti og þýðir góður. Drykkurinn er ljúffengur, mátulega sætur og inniheldur bæði romm, lime og sykur svo aðdáendur Mojito ættu endilega að prófa!

Þetta er Mai Tai

3 cl. Bacardi 8 ára Romm
1,5 cl. Plantation overproof 73% Romm
1,5 cl. Almond orgeat síróp
2 cl. Ferskur appelsínusafi
2 cl. Ferskur limesafi

Allt hrist saman og strainað í klakafyllt glas, skreytt með ferskri myntu og appelsínusneið.

Ef þú hefur hvorki prófað KOL né Mai Tai leggjum við til að þú hittir vinkonu eða vin eftir vinnu og pantir þér einn Mai Tai ásamt einhverjum smáréttum eða snakki.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest