Föstudagskokteillinn: Léttur kokteill nefndur eftir Scarlett O’Hara

Föstudagskokteillinn: Léttur kokteill nefndur eftir Scarlett O’Hara

4e868254259b5642b56ffa4d042917ec

Föstudagskokteillinn er í anda Scarlett O’Hara, aðalpersónu kvikmyndarinnar Gone Withthe Wind eða Á Hverfanda Hveli, líkt og þýðing hljómaði þegar myndin kom út árið 1939.

Drykkurinn er einfaldur en frískandi og léttsætur, tilvalinn ef markmiðið er að drekka kokteil sem sprengir ekki kaloríuskalann.

Screen Shot 2013-07-19 at 11.39.29 AM
Hin upprunalega pjattrófa?
  • 60 ml Johnny Walker 
  • 150 ml trönuberjasafi
  • Skvetta af lime-safa
  • Handfylli af mulnum klaka
  • Myntulauf og kirsuber til skrauts

AÐFERÐ

Setjið klakamulning í glasið. Hellið viský yfir og bætið svo við skvettu af lime-safa. Fyllið loks glasið með trönuberjasafanum. Skreytiðog berið fram.

Scarlett O’Hara var mikil pjattrófa og því vel við hæfi að föstudagskokteill dagsins sé í hennar nafni. Prófaðu þennan í kvöld. Þú sérð ekki eftir því.

Það er sérlega huggulegt að blanda sér einn Scarlett þegar verið er að púðra sig við snyrtiborðið, alveg eins og ekta Suðurríkjadama.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest