Kokteill vikunnar er skemmtilega öðruvísi en hann samanstendur af Tanqueray gini, rósamarín og kumquats-berum.
INNIHALD
- Niðurskorin kumquats (fást t.d í Hagkaup)
- Knippi af fersku rósmarín
- Rúmlega 1 dl. sykur
- 1 dl. vatn
- Tanqueray gin
- Sódavatn
Sneiðið kumquats og hreinsið laufin af rósmaríninu. Hitið saman í potti yfir miðlungshita 50/50 sykur og vatn. Þegar sykurinn hefur blandast við vatnið bætið þá rósmarín og kumquats við blönduna. Lækkið hitann niður og látið malla í 5-10 mínútur, því lengur sem blandan mallar því bragðsterkara. Síið blönduna og hellið svo í kokteilhristara í jöfnum hlutföllum (t.d. 3 cl) gin og sýróp. Hristið saman. Hellið í rocks glas og fyllið svo með sódavatni. Bætið út í nokkrum sneiðum af kumquats og rósmarín til skrauts.