Toddý! Þetta er orð er bara skemmtilegt og nægilega góð ástæða til að prófa að blanda þennan heita kokteil.
Enn betra er að góðborgarar á Íslandi skemmtu sér saman yfir toddý drykkju og bridge hér á öldum áður. Þetta er bara klassi.
Heitt toddý er draumur í dós þegar þú kemur inn úr kuldanum sem núna er byrjaður að bíta okkur í kinnarnar. Þessi drykkur er líka mjög fínn til að ráða bót á kvefi enda inniheldur hann sítrónu, kanil og svolítinn síder sem allt á að gera okkur gott í baráttu við flesu og óværu. Svo ekki sé minnst á viskíið.
INNIHALD
- Tepoki (svart eða grænt te)
- Einfaldur Johnny Walker Red Label viskí.
- 2 msk epla síder
- 1/2 lítil sítróna
- skraut: sítrónusneið, kanilstöng og anís stjarna
AÐFERÐ
- Hitaðu vatn og lagaðu te samkvæmt venju.
- Skildu eftir smá pláss í tebollanum fyrir viskí og síder. Láttu teið taka sig og hentu pokanum strax eftir fimm mínútur svo teið verði ekki biturt.
- Bættu út í þetta viskí og eplasíder eftir smekk. Kreistu sítrónuna út í og skreyttu og bragðbættu með sítrónusneið, kanilstöng og anis.
Njóttu svo í góðra vina hópi, helst á spilakvöldi eða þar sem verið er að segja sögur og fara með gamanmál. Ekki verra ef einhver er til í húslestur við kertaljós.
Skál í toddý!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.