Andi haustsins er yfir föstudags kokteilmeistaranum okkar. Laufin svífa af trjánum, fuglarnir rífast um hrútaberin og við sitjum inni í lægðinni.
Í kvöld er föstudagskokteillinn einfaldur og kósý. Heitt kakó með Baileys, rjóma og kanil. Ótrúlega girnilegur og kósýdrykkur!
Til að búa til þennan ómótstæðilega undursamlega heita kósýkokteil þarftu:
- 3 cl heitt kakó
- 4 1/2 cl Baileys Irish Cream
- Smá kanil
- Þeyttan rjóma
- Kókómalt eða kakóspæni til að dreifa yfir
Búðu til heitt kakó og bættu Baileys Irish Cream og kanil út í.
Hrærðu saman og toppaðu með þeyttum rjóma! Líka fallegt að strá smá súkkulaðispæni yfir. Einfaldara gerist það ekki!
Mmmmmmmm*
____________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.