Þeir gleðipinnar sem hafa lagt leið sína á Marina Bar við Reykjavíkurhöfn hafa eflaust tekið eftir vinsældum þess að nota basil jurtina í kokteila.
Basil er kryddjurt sem við notum mikið við ítalska matargerð en basil hefur ferskan og ákveðinn keim sem setur okkur alltaf í góða stemmningu.
Föstudagskokteillinn að þessu sinni er sumarlegur, ferskur og góður, bragðmikill og frískandi.
Greip og basil Martini
- 3cl Tanqueray
- 2cl Greipsafi
- 1cl gomma eða sykursýróp
- 3 stór basil lauf
Hellið greipsafa og Tanqueray gini í blender með klaka og hristið vel, setjið gommu eða sykursýróp út í og hristið aftur. Sigtið klakann frá meðan hellt er í tvö martini glös og skreytið með basil.
Skál og gleðilegt sumar!
![](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2022/06/pjatt.png?resize=100%2C100&ssl=1)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.