Þeir gleðipinnar sem hafa lagt leið sína á Marina Bar við Reykjavíkurhöfn hafa eflaust tekið eftir vinsældum þess að nota basil jurtina í kokteila.
Basil er kryddjurt sem við notum mikið við ítalska matargerð en basil hefur ferskan og ákveðinn keim sem setur okkur alltaf í góða stemmningu.
Föstudagskokteillinn að þessu sinni er sumarlegur, ferskur og góður, bragðmikill og frískandi.
Greip og basil Martini
- 3cl Tanqueray
- 2cl Greipsafi
- 1cl gomma eða sykursýróp
- 3 stór basil lauf
Hellið greipsafa og Tanqueray gini í blender með klaka og hristið vel, setjið gommu eða sykursýróp út í og hristið aftur. Sigtið klakann frá meðan hellt er í tvö martini glös og skreytið með basil.
Skál og gleðilegt sumar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.