Föstudagskokteillinn okkar í dag er æðislega ljúffengur vor og sumardrykkur fyrir allar sem elska að elska.
Hann er ferskur og góður, fullkominn að gæða sér á í síðdegissólinni.
- 1 1/3 cl Grand Marnier
- 3/4 Ferskur lime safi
- 2 1/2 cl Trönuberjasafi (Cranberry)
- Skvetta af Angostura Bitter
- Skvetta af rifsberjasafa eða sýrópi
Hrist saman í klaka og borið fram í háu glasi, skreyttu eftir kústarinnar reglum.
![](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2022/06/pjatt.png?resize=100%2C100&ssl=1)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.