Þegar við Pjattrófur héldum Góugleðina okkar á Loftinu var boðið upp á nokkra kokteila frá Grand Marnier.
Einn þeirra sló algjörlega í gegn hjá okkur en sá er virkilega ferskur og ljúffengur með einskonar súrsætu bragði. Algjört æði. Við urðum allar yfir okkur hrifnar.
Hér er uppskriftin:
- 4cl Grand Marnier
- 1,5 vanillusíróp
- 1,5 limesafi
- 2,5 passionfruit purée
Hrist saman og borið fram í kokteilglasi.
Einnig er hægt að nota innihaldið úr einum passionfruit ávexti í staðinn fyrir passionfruit purée.
Vanillusíróp
- 0,5 l vatn
- 500gr sykur
- 3-4 vanillustangir
Aðferð:
Skerið vanillustöngangirnar til helminga og skafið fræin úr, hitið vatn í potti, um leið og suðan kemur upp er sykri bætt í og látið sjóða þar til sykurinn er búinn að leysast upp. Því næst er potturinn tekin af hellunni og allt látið kólna í 5 min. Þá er vanillustöngum og fræjunum bætt í sírópið. Því lengur sem vanillan fær að vera í því bragðmeira verður sírópið.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.