Þegar við Pjattrófur héldum Góugleðina okkar á Loftinu var boðið upp á nokkra kokteila frá Grand Marnier.
Einn þeirra sló algjörlega í gegn hjá okkur en sá er virkilega ferskur og ljúffengur með einskonar súrsætu bragði. Algjört æði. Við urðum allar yfir okkur hrifnar.
Hér er uppskriftin:
- 4cl Grand Marnier
- 1,5 vanillusíróp
- 1,5 limesafi
- 2,5 passionfruit purée
Hrist saman og borið fram í kokteilglasi.
Einnig er hægt að nota innihaldið úr einum passionfruit ávexti í staðinn fyrir passionfruit purée.
Vanillusíróp
- 0,5 l vatn
- 500gr sykur
- 3-4 vanillustangir
Aðferð:
Skerið vanillustöngangirnar til helminga og skafið fræin úr, hitið vatn í potti, um leið og suðan kemur upp er sykri bætt í og látið sjóða þar til sykurinn er búinn að leysast upp. Því næst er potturinn tekin af hellunni og allt látið kólna í 5 min. Þá er vanillustöngum og fræjunum bætt í sírópið. Því lengur sem vanillan fær að vera í því bragðmeira verður sírópið.
![](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2022/06/pjatt.png?resize=100%2C100&ssl=1)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.