Einhver sá dásamlegasti kokteill sem hefðarkettir og aðrar pjattrófur gæða sér á er svokölluð Mimosa.
Hátíðarútgáfan af Mimosa er hinsvegar Grand Mimosa en þá er Grand Marnier bætt út í dýrðlega blöndu af kampavíni og ferskum appelsínusafa.
Það vita það ekki allir en Grand Marnier er blanda af alvöru kogníaki frá Cognac héraðinu og appelsínulíkjör sem er geymdur á eikartunnum. Bragðið er því flókið og heitt með sítruskeim og löngu, góðu eftirbragði sem er mjög tilvalið í kokteila og sérlega jólalegt enda eru appelsínur og mandarínur alltaf áberandi um jólin.
3 sentilítrar af ferskum appelsínusafa
3 sentilítrar af Grand Mariner
Fyllt upp með Piccini Prosecco freyðivíni!*
Þessi drykkur er dásamlegur sem fordrykkur í góðri veislu en hann er líka æðislegur með brunch daginn eftir góða veislu.
Þú berð hann annaðhvort fram í gamaldags kampavínsglasi eins og sést hér á myndinni eða háu kampavínsglasi.
Sannkallaður hátíðardrykkur sem kemur öllum í gott glamúrskap. Prófaðu að smakka um helgina!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.