Föstudagskokteillinn: Grand Marnier Margarita fyrir Margréti

Föstudagskokteillinn: Grand Marnier Margarita fyrir Margréti

grandmarMargaritan er hressandi Tequila drykkur frá Mexíkó sem hefur um áraraðir verið meðal vinsælustu kokteila heims…

…og sá getur ekki kallað sig kokteilbarþjón sem ekki getur sett saman fyrir þig eina ljúffenga Margaritu eða Margréti upp á það ástkæra og ilhýra.

Hér er uppskriftin að þessum góða drykk. Ekki flókin en dásamleg útkoma.

  • Einn og hálfur Tequila
  • Hálfur Grand Mariner
  • Safinn úr litlu lime
  • Örlítið agave sýróp

Hristu rækilega saman í kokteilhristara með muldum ís. Bleyttu brúnina á glasi, eða krukku, eða hverju sem þú kýst að bera drykkinn fram í og smelltu salti á hringinn.

Helltu svo drykknum beint í miðjuna og bættu klaka í glasið. Skreyttu með lime.

Hafðu hugfast að áfengisinnihaldið í Grand Marnier er ekki lítið.

Það er jafn sterkt og tequila svo það er óþarfi að blanda sterkara eða setja meira Grand.

Grand Marnier og Tequila fara ótrúlega vel saman svo nú er bara um að gera að njóta. Skál!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest