Grand Marnier drykkurinn sívinsæli er blandaður úr koníaki og appelsínulíkjör. Koníakið gefur flókið bragð og langt og gott eftirbragð en þegar ferskjulíkjör er blandað saman við, ásamt ísköldu 7-up, þá lifnar drykkurinn við og svífur með þig inn í sólarlagið. Grand Fresh er frábær drykkur til að byrja kvöldið, ferskur fyrir matinn og til að bjóða fólk velkomið.
GRAND FRESH
- Fullt glas með klaka
- Einfaldur Grand Marnier
- Hálfur GF Créme de Peche ferskjulíkjör
- Fyllt upp með 7-up
- Nýkreist lime + appelsínusneið til skrauts
Berið fram í fallegu glasi, krukku eða hverju sem þig langar að drekka úr, svo lengi sem það er fallegt!
Skál í boðinu!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.