Það tekur ekki nema augnablik að gera þennan einfalda en æðislega kokteil. Go for it!
INNIHALD
- 3 stilkar af fersku rósmarín
- Nýkreistur safi úr lítilli sítrónu
- 1/2 tsk. hunang
- 1/2 dl. Gin
- 1 dl. sódavatn
AÐFERÐ
Merjið saman rósmarín stilkana, sítrónusafann og hunangið í litlu glasi.
Bætið síðan handfylli af klökum við, hellið Gordon’s gini í og fyllið síðan glasið af sódavatni.
Hrærið létt með lítilli skeið.
Einfaldara verður það ekki.
Skál!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.