Föstudagskokteillinn er að þessu sinni gúrkukokteill með Ketel One sítrónuvodka og engiferbjór. Frískur og svalandi kokteill sem er smart að skreyta með mintulaufum.
- 1/2 dl Ketel One Citroen vodka
- 4 gúrku sneiðar
- 1 msk. lime safi
- Skvetta af engiferbjór
Mintulauf til skrauts. Ketel One vodki er einn sá mest seldi á flottari börum í Bandaríkjunum og þykir afar trendý. Hann er nýlega komin í sölu hér á landi, ferðavönum pjattrófum til mikillar gleði.
Þessi ljúffengi sítrónukokteill hentar fullkomnlega fyrir pjattrófur sem vilja gera vel við sig og njóta helgarinnar.

Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.