Campari er sérstakur ítalskur drykkur sem margir elska þó bragðið sé umdeilt við fyrstu kynni.
Í raun má líkja Campari svolítið við ólífur, gráðaost og annað sem krefst svolítillar aðlögunar bragðlaukanna en eftir að sambandi hefur verið komið á er svolítið erftit að snúa aftur.
Bragðið er beiskt, sætt, mjúkt og ávanabindandi. Þetta er svokallaður apperatíf, enda aðeins 21% áfengur.
Best er að drekka Campari alveg ískalt en því má einnig blanda í góða kokteila.
Sá frægasti og vinsælasti er eflaust Campari Sunrise en þessi drykkur var mjög vinsæll í Reykjavík á árunum 75-85 og ófáir Campari Sunrise pantaðir á börnunm í Hollywood og Þórs Café sem voru heitustu staðir borgarinnar í þá daga.
Þessi drykkur er ekki flókinn, þú þarft góðan appelsínusafa, appelsínu eða jarðarber, Campari og fullt af klaka.
Blandar einn hluta af Campari í þrjá hluta af appelsínusafa, fyllir glasið með klaka og skreytir með appelsínusneið.
Svo er bara að rölta um með glasið í hönd, hugguleg í sumar – 70’s style. Einstaklega svalandi og góður drykkur!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.