Bloody Mary var fyrst borinn fram á New York barnum í París upp úr 1930 en þar drukku margar frægar persónur í denn.
Meðal annars skáldið Hemingway og fleiri snillingar frá Bandaríkjunum en nafnið á drykknum er sótt til drottningarinnar Mary Tudor sem réði ríkjum í fimm miskunarlaus ár á England þar sem hún var svo vægðarlaus við óvini sína að hún fékk nafnbótina “blóðuga”.
Drykkurinn góði er hinsvegar allt annað en vægðarlaus enda mjög hressandi og sérlega góður daginn eftir mikið fjör.
Bloody Mary hefur um árabil verið mjög vinsæll kokteill á veitingastöðum í Bandaríkjunum og þá sérstaklega með dögurði eða ‘brunch’.
Bloody Mary
3–6 cl. Hreint Smirnoff vodka
12 cl. tómatsafi
Skvetta af Worchestersósu
Safi úr sítrónubát eða lime
Salt og pipar
1–2 dropar Tabasco sósa, (má sleppa)
Hristur eða hrærður eftir smekk með klaka.
Skreytt með sellerístöngli
Ahhhhhhh….*
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.