Það er frekar kalt úti núna og dimmt yfir. Þá er kósý að skella sér í notalega peysu, blanda ljúffenga kokteila og lyfta sér upp með góðum vinkonum.
Föstudagskokteillinn að þessu sinni er alveg fullkominn fyrir veðrið á litla landinu núna en það er B-52 kaffiskotið (athugaðu að kokteill er skilgreindur á því að tveimur tegundum eða fleiri er blandað saman í glas).
GERÐU SVONA
Þú gerir B-52 með því að ná þér í hátt skotglas, best með þykkum botni, og svo seturðu einn þriðjahluta af hverjum drykk fyrir sig.
- 1/2 skot Grand Marnier líkjör (15ml)
- 1/2 skot kaffilíkjör (15ml)
- 1/2 shot Baileys Irish cream (15ml
Byrjaðu á að hella kaffinu í glasið, því næst, mjög hægt og varlega yfir bakhliðina á teskeið kemur Baileys í glasið og að lokum er það Grand Marnier.