Pjatt.is
  • Hafðu samband
  • Um Pjatt.is
Efnisflokkar
  • Heilsa
  • Útlit & Snyrtivörur
    • Förðun
    • Tíska
  • Heimili
  • Menning
    • Stjörnumerkin
    • Bækur
    • Tækni
    • Pistlar
  • Samskipti
  • Uppskriftir
    • Grænmetisréttir
    • Fljótlegt
    • Fiskur og skelfiskur
    • Kjöt og kjúklingur
    • Bakstur & brauð
    • Súpur & salöt
    • Drykkir & Smooties
    • Eftirréttir
    • Kokteilar
    • Vín
    • Veisluréttir
Facebook 25K
Instagram 2K
Pjatt.is
Pjatt.is
  • Matur & Vín
    • Drykkir & Smoothies
    • Kokteilar
    • Kjötréttir
    • Súpur & salöt
    • Fiskréttir
    • Grænmeti
    • Bakstur & brauð
  • Menning
    • Stjörnumerkin
    • Bækur
    • Pistlar
    • Tækni
  • Heilsa
  • Lúkkið
    • Tíska
    • Snyrtivörur
    • Förðun
  • Heimilið
  • Samskipti
    • Samskipti
  • Menning
  • Tíska

Föstudagskjóllinn 7. Kafli: Sokkabuxur í klofinu

  • 20. október, 2017
  • 3 minute read
  • Anna Kristín
Total
0
Shares
0
0
0

Nú er föstudagskjólinn á faraldsfæti. Brá sér út fyrir landsteinana í haustfrí. Þá þarf að velja kjól sem er góður í ferðalög.

Mér finnst nefnilega ekki gott að þvælast á flugvöllum kjóllaus (Jú, auðvitað væri ég í einhverjum fötum en mér finnst kjóllinn betri). Hann má þó ekki vera of síður því þá þvælist hann fyrir þegar verið er að skjóta töskunum í allar áttir. Finnst líka betra að ferðast í gallabuxum en ekki sokkabuxum.

Krumpukjóll

Þessi kjóll er fínn ferðakjóll og ég er búin að sannreyna það. Hann var keyptur í Lindex síðasta sumar og ég féll fyrir þessum útsaumuðu blómum. Hann krumpast dálítið, sem pirraði mig þangað til ég ákvað að hann hlyti að eiga að vera þannig. Annars væri hann er ekki úr krumpuefni. Góð röksemdarfærsla ekki satt?

Kjóll og buxur?

Ég er alltaf í gallabuxum við þennan kjól enda var hann keyptur til þess og mér finnst hann flottastur þannig. Sumir kjólar eru nefnilega buxnakjólar og sumir eru leggingskjólar og svo eru það þeir sem passa við sokkabuxur. Ég er mjög sérvitur þegar kemur að leggings og sokkabuxum. Mér finnst ekki fallegt að sjá bil á milli leggings og sokka og vera í kjól við. Finnst það eins og þá sé búið að aflima mig. Svona getur sérviskan verið. Hinsvegar hef ég átt í ákveðnu hatursástarsambandi við sokkabuxur.

Sokkabuxur í klofinu

Fallegar sokkabuxur og sérviskulegar sokkabuxur er minn veikleiki en ég kann ekki að kaupa rétta stærð. Þvílíkt sem það getur pirrað mig. Þær mega ekki vera of langar og ekki of stuttar. Þessar löngu hlykkjast niður leggina þannig að það er eins og maður sé að týna buxunum og þessar stuttu… hvar á ég að byrja? Þessar stuttu, þær síga í klofinu og eftir smá stund fara þær að síga í hliðunum líka þannig að í hverju skrefi er eins og þær séu að reyna að stinga af. Það er ekki góð skemmtun. Vera í flottum kjól og sokkabuxum þar sem klofið er komið hálfa leið niður að hnjám og teygjan í mittinu (munið, ég er ekki með mitti) er komin niður fyrir rassskoru.

Stundum er maður í þannig aðstæðum að ekki er hægt að laga þetta og maður verður að labba um í sokkabuxum sem eru komnar hálfa leið niður að ökklum og maður er allan tímann að reyna að passa að enginn taki eftir því. Þá eru nú löngu buxurnar skárri.

Ekki er betra ef þarf að setjast niður og standa upp nokkrum sinnum og vera í þannig sokkabuxum. Maður finnur í hvert skipti sem maður stendur upp að þær hafa sigið aðeins lengra og mann fer að kvíða því að þurfa að standa upp og yfirgefa svæðið vitandi það að buxurnar eru komnar til fjandans. eru farnar að hlykkjast um ökklana, eða svona næstum því.

Síðan er það til í dæminu að kaupa þessar fínu buxur sem passa nákvæmlega eins og þær eiga að gera. En svo þarf að þvo þær og allt í einu er þær komnar í hina deildina. Hryllilega sem þetta getur verið pirrandi. Liggur við að þetta sé einnota drasl.

Flottar leggings eða flottar sokkabuxur

Leggings hinsvegar passa ekki alltaf við kjóla. Ef kjóllinn er mjög fínn þá hef ég ekki gaman að því að vera í svoleiðis við. Þá finnst mér ég verða að vera í sokkabuxum. Það er hinsvegar meira úrval af skrautlegum leggings heldur en skrautlegum sokkabuxum. Það er auðvitað hægt að kaupa ótrúlega skrautlegar og flottar sokkabuxur sem kosta alveg hvítuna úr augunum. Ég fer bara ekki að kaupa sokkabuxur sem kosta meira en kjóllinn sem ég er í. Það er bara ekki í boði.

Í dag er það hins vegar gallabuxur og kjóll í fallegum haustgarði í Osló og engar áhyggjur  af sokkabuxum á röngum stað!

TENGDAR GREINAR:

  1. Föstudagskjóllinn 8. Kafli: Náttkjóll var það heillin! Föstudagskjólinn í dag er óvenjulegur. Í dag er nefnilega almennt...
  2. Föstudagskjóllinn 9. kafli: Föst í kjólnum, flækt í rennulás? Föstudagskjóllinn í dag er næstum því alveg glænýr. Ég keypti...
  3. Föstudagskjóllinn 10. kafli: Með bóndarós á rassinum Í dag er tíundi föstudagurinn og því tilvalið að draga...
  4. Föstudagskjóllinn 2.Kafli: Jarðarfararkjólinn sem reyndist vera brúnn Föstudagur aftur og nýbúinn. Hvert fer tíminn eiginlega? Jæja, það...
  5. Föstudagskjóllinn 4. Kafli: Brjóstaskorur á almannafæri Kjóll dagsins í dag er frábær enda tileinkaður nýkomnum áhuga...
  6. Föstudagskjólinn 5. Kafli: Segðu það með blómum! Jibbí jei, það er aftur kominn föstudagur og ég má...
Total
0
Shares
Share 0
Tweet 0
Pin it 0
Share 0
Tögg
  • #föstudagskjóllinn
  • Tíska
Anna Kristín
Anna Kristín

Anna Kristín Halldórsdóttir er uppeldis -og menntunarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi og margmiðlunarhönnuður. Með áhuga á ljósmyndum, tölvum, fötum og bókum. Hún elskar Kína og kínverska menningu, gengur marga km á dag og er að búa sig undir að ganga Jakobsstíginn. Hún býr í Hafnarfirði með dóttur sem fædd er í Kína og hundi sem elskar göngur og útiveru. Anna er steingeit en les alltaf vatnsberann líka, bara til að eiga val.

Nýlegt efni
Lesa meira
  • Samskipti

8. desember: Sýndu sjálfum eða sjálfri þér meiri kurteisi

  • 8. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Bakstur & brauð
  • Uppskriftir

Dásamlegar jólasmákökur á aðventunni

  • 7. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Samskipti

7. desember: „Ég má þetta!”

  • 7. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Heimili

Jólakransar á útidyrnar – 26 MYNDIR

  • 6. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Samskipti

6. desember: Hafðu kollinn í núinu

  • 6. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Samskipti

5. desember: Vertu þú sjálf/ur

  • 5. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Menning

4. desember: Gerðu hamingjuna að forgangsatriði

  • 4. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Menning

3. desember: Vertu heiðarlegri við sjálfa/n þig og aðra

  • 3. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Byrjaðu nú að njóta líðandi stundar. Hvað er að gerast hjá þér NÚNA? 0 0
Byrjaðu að vera þú sjálf eða þú sjálfur, heilt og í gegn, alla leið. 4 1
Á Pjatt.is teljum við niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið sem er framundan. 1 0
Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið framundan. 3 0
“Á leið okkar um lífið eigum við í margskonar samböndum við fólk, bæði maka, fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Við komumst á séns, eigum vini og vinkonur, foreldra og systkini og öll þessi sambönd eru ólík á sinn hátt. Þau bjóða upp á möguleika þess að við þroskumst og blómstrum sem einstaklingar, fáum aukið sjálfstraust, njótum lífsins betur og verðum sterkari. Þessi sambönd eru heilbrigð. 10 0
Höfundur lags: Magnús Kjartansson 4 0
Smartland
  • „Fallegasta jólaskrautið er úti í náttúrunni“
    on 7. desember, 2019 at 23:00

    Rebekka A. Ingimundardóttir […]

  • Himnasending fyrir fólk sem dreymir um sumarbústað
    on 7. desember, 2019 at 22:00

    Draumur margra er að eignast […]

  • Heldur fram hjá með systur unnustu sinnar
    on 7. desember, 2019 at 19:00

    „Við drukkum aðeins meira […]

Lemúrinn
  • Regnbogi yfir ‘Viking Mall’: Stórskemmtilegar Íslandsmyndir bandarísks hermanns frá 1983 til 1984
    by Helgi on 6. desember, 2019 at 18:48

    Maður er nefndur Roger L. Goodman. […]

  • Hinn dularfulli eiginmaður Dolly Parton
    by Ritstjorn on 2. nóvember, 2019 at 15:36

    Carl Dean, þá 24 […]

  • Gullstyttan af Maó, 2016
    by Ritstjorn on 2. nóvember, 2019 at 14:54

    Maóaðdáendur í […]

Hámarksheilsa
  • Frelsi til að velja
    by Hámarksheilsa on 18. september, 2019 at 17:24

    The post Frelsi til að velja […]

  • Graskerssúpa með reyktum keim
    by Hámarksheilsa on 3. september, 2019 at 10:50

    The post Graskerssúpa með […]

  • Að sleppa takinu
    by Hámarksheilsa on 18. júlí, 2019 at 07:32

    The post Að sleppa takinu appeared […]

Leita
Pjatt.is
Pjatt.is / kt: 660912-0450 / pjatt@pjatt.is

Input your search keywords and press Enter.