The Singapore Sling er tæplega hundrað ára gömul uppskrift sem kemur frá hinum nú alþekkta kínverska barþjóni Ngiam Tong Boon, en sá starfaði um áraraðir á Long barnum við Raffles lúxushótelið í Singapore.
Hann er flottur á að líta, ferskur og góður. Upprunalega var notaður ferskur ananassafi til að bragðbæta og búa til froðu á toppinn en í dag hefur drykkurinn breyst töluvert og í raun hefur hann tekið stakkaskiptum milli áratuga. Á tímabili var hann lítið annað en gin og grenadín en í dag, eftir að ferskir safar komust aftur í tísku í kokteilagerð, hefur hann nálgast upprunalegu myndina.
Hér eru tvær uppskriftir að Singapore sling.
Sú upprunalega
40ml Gin
20ml Kirsuberjalíkjör
5ml Cointreau
5ml DOM Bénédictine
10mlGrenadine
80ml Ananas safi
30ml Ferskur sítrónusafi
Dass af Angostura bitter
Allt sett saman ásamt klaka í kokteilhristara og hrist rækilega. Hellt í upphátt glas á fæti og borið fram með brosi.
Einfalda útfærslan
40 ml gin
20 ml kirsuberjalíkjör
20 ml sítrónusafi
Skvetta af grenadine
Sódavatn
Klaki
Allt nema sódavatnið er hrist saman ásamt klaka og hellt í long-drinkglas. Fyll með sódavatni og skreytt að vild. Góða skemmtun!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.