Þá eru það fimm eftirlætis snyrtivörurnar sem ég er að nota þessi misserin. Af ótal mörgu er að taka en ef ég nefni það sem mér finnst skemmtilegast að nota núna er það eftirfarandi fínerí…
1.
Smokey Eyes þriggja lita palletta frá Dior í litnum Kaki: Þetta eru svo fallegir og skemmtilegir augnskuggar og hægt að nota þá á svo fjölbreyttan hátt. Svo er askjan sniðug. Poppar svona einhvernveginn út þegar maður opnar hana… sérð það HÉR. Það má nota þessa liti á hverjum degi og fyrir kvöldið er bara að skyggja aðeins meira. Sérlega fallegir litir.
2.
Kinnalitur úr 29, St.Honoré línunni frá Lancome: Þessi er svo flottur yfir sólarpúðrið. Gefur mátulegt ‘highlight’ og fallegan ljóma og yfirbragð. Þar fyrir utan er hönnunin ótrúlega rómantísk og fallegt. Kinnalitalist.
3.
Smoothing Gloss frá L’Occitane: Mér hafði aldrei dottið í hug að kaupa hárvörur frá L’Occitane áður en ég er mjög hrifin af Smoothing Gloss hárkreminu í Aromachology línunni þeirra sem inniheldur 5 mikilvægar olíur fyrir raka. Þetta gel setur maður í fyrir blástur og hárið fær mjög góða fyllingu og gljáa. Virkar heilbrigðara og þéttara, auðvelt að greiða það og minna úfið. Það verndar líka fyrir hita og er mjög gott mótunarefni fyrir blástur. Inniheldur AHA ávaxtasýrur sem hafa frábær áhrif á þurrk bæði í húð og hári. Mæli líka með sjampó og næringu úr sömu línu. Mjög gott.
4.
Liquid Mineral Foundation frá Youngblood: Þetta er flottur farði. Léttur og góður en hylur samt vel og blandast húðlitnum auðveldlega. Mjög drjúgur og þurrkar ekkert. Frábær fyrir konur 30 ára og eldri sem vilja ekki virka of mikið ‘meikaðar’ . Lestu meira um hann HÉR.
5.
Fjólublái liturinn úr new blacks línunni frá YSL: Ótrúlega fallegt naglalakk. Áferðin verður djúpfjólublá, mjög mikill glans og frábær ending. Ég er mjög hrifin af þessu naglalakki sem kom skemmtilega á óvart.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.