Nú á dögunum var leikkonan Ashley Judd að kynna nýju bókina sína en það sem vakti mesta athygli var ekki bókin sjálf heldur misheppnuð förðun hennar
Aumingja leikkonan var með hvítt púður undir augunum og á nefinu sem minnti mann helst á kókaín atriðið úr Scarface bíómyndinni!
Förðunin hefur líklegast litið ágætlega út í ´real life´ en um leið og allt flassið frá myndavélunum hefur lent á púðrinu hefur það glampað svona svakalega og þetta er útkoman. Hrikalegt að lenda í þessu, og ekki síst fyrir förðunarfræðinginn hennar.
Ashley Judd er reyndar ekki eina sem hefur lent í þessu en þetta sama kom einnig fyrir leikkonurnar Uma Thurman og Nicole Kidman.
Ótrúlegt að þetta skuli geta gerst oftar en einu sinni, þær ættu kannski að taka nokkrar myndir af sér og förðuninni næst áður en þær stíga á rauða dregilinn.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.