Indversk áhrif eru það sem koma skal á nýju ári frá Karli Lagerfeld og Chanel en haust línan 2011-12 kallar Karl Lagerfeld, Paris-Bombay.
Mikil augnförðun, litlir ‘dreadlocks’ í hárinu og dásamlegt höfuðskraut er meðal þess sem sást á sýningunni sem var haldin þann 6 des sl. í París. Mikill íburður í förðun og skarti fór undursamlega vel við klassískar dragtirnar.
Sjón er sögu ríkari. Smelltu HÉR til að sjá alla sýninguna á heimasíðu Chanel en hér sérðu baksviðsmyndir af förðunni. Það er snillingurinn Peter Philips, ‘creative director’ eða listrænn stjórnandi förðunarhússins sem ber ábyrgð á fegurðinni en hann hefur starfað við tískuhúsið síðan árið 2008 og er meðal annars ábyrgur fyrir öllum fallegum naglalökkunum frá Chanel sem við erum svo sjúkar í 😉
Njóttu!
Heimild m.a. héðan
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.