Sjálfri finnst mér mjög gott að lesa um snyrtivörur og sjá hvað aðrir hafa að segja um þær áður en að ég fjárfesti í þeim.
Þannig reyni ég að koma í veg fyrir að kaupa eitthvað sem að hentar mér ekki, alveg hundfúlt að lenda í því. En svo finnst mér líka ótrúlega gaman að prófa nýjar vörur og skrifa um þær sem að ég fíla….
…Þess vegna tók ég saman smá lista yfir nokkrar af mínum uppáhalds snyrtivörum. Sumar hef ég fjallað um áður en aðrar ekki. Þessi listi er náttúrulega alltaf að breytast eitthvað en þessa stundina eru það fimm vörur sem ég gjörsamlega elska og nota mikið.
Matte Morphose farðinn frá L´Oréal; Frábær froðufarði sem kemur í krukku, hægt að bera hann á með fingurgómunum en sjálf nota ég alltaf bursta. Farðinn gefur matta og slétta áferð og allar fínar línur hverfa. Ég nota þennan mikið en hann henta mjög vel fyrir húð eins og mína, sem á það til að verða glansandi yfir daginn.
Matt Touch primer frá YSL; Elska, elska, elska þennan silkimjúka primer. Hann sléttir úr húðinni betur en nokkur primer sem ég hef prófað og farðinn verður 100% gallalaus og endist og endist. Lyktin er líka ein sú besta sem ég hef fundið. Ást á þennan!
Blautur eyeliner frá L´Oréal; Ég nota svakalega mikið blautann eyeliner og hef prófað þá marga. Sá sem ég er að nota núna er mjög góður en hann kemur frá L’Oréal og heitir Super liner DUO. Hann er með frábærum bursta sem að gerir bæði mjóa og breiða línu, eftir því hvernig þú heldur á honum. Hann er kolsvartur og þekur vel, frábær til að gera kisulínu.
Naglalakk frá H&M; Ég fékk eitt flottasta naglalakk sem ég hef séð í gjöf frá góðri vinkonu. Þetta naglalakk er frá H&M og er hrikalega flottur ´turquoise´ litur en hann heitir Bella´s Choice. Liturinn er ekki bara flottur heldur er lakkið mjög gott líka, það þekur vel og endist nokkuð lengi. Sjúk í þetta!
MAC prep+prime varagrunnur; Frábær lip primer sem að gefur raka, mýkir og sléttir varirnar. Ég nota þennan alltaf þegar ég set á mig dökka varaliti því að primerinn eykur endinguna varalitsins til muna þannig að maður þarf ekki endalaust að vera í speglinum að athuga og laga varalitinn. Algjör snilld!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.