Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að skoða baksviðs-myndir frá flottum tískusýningum og sjá förðunarfræðinga og hárgreiðslufólk fullkomna sýn hönnuðarins…
…Skemmtilegast er svo þegar förðunin og hárið er eitthvað extra flott!!
Eftir að hafa verið að fletta í gegnum myndir frá tískuvikunni í París sé ég að bæði Jean Paul Gaultier og Givenchy standa upp úr (förðunarlega séð) að mínu mati.
Þetta eru tvö gjörólík lúkk en bæði mjög frumleg og flott. Hjá Jean Paul Gaultier var pínu 50’s sjóarafílingur en öll módelin fengu tattú og eldrauðar varir. Hjá Givenchy var hárið svo lauslega liðað og förðunin í lágmarki…fyrir utan silfur pallíettur sem voru límdar á augnlokin.
Mega fínt!
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að skoða þær stórar:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.