Við pjattrófur elskum að vera elegant með rauðar varir og eyeliner. Samkvæmt tímaritinu Harper’s Bazaar og helstu tískufrömuðum er málið á árinu að nota ímyndunaraflið í þessum efnum.
Á 6. áratugnum var útlitið mjög hreint og gekk frekar út á kynþokka heldur en annað, en nú erum við komin út í það að vera töffaralegri og láta skapið ráða ferðinni.
Formin af eyeliner- línunni eru óteljandi og var áberandi t.d. hjá Dolce&Gabbana og Giorgio Armani að vera með svokallaðan tvöfaldan eyeliner, og láta línuna enda á 2 stöðum. Mjög flott lúkk! Svo tók Matthew Williamson af skarið og lét fyrirsæturnar skarta ljósbrúnum eyeliner.
Varirnar eru ekkert smá skemmtilegar og hægt að leika sér fullt með liti og áferðir. Á tískusýningapöllunum voru þær allt frá því að vera í appelsínutónum eins og þær voru hjá Rick Owens, upp í að vera vínrauðar og mattar eins og sjá mátti hjá Donna Karan.
Ég mæli með því að allar konur og stelpur drífi sig út í næstu snyrtivöruverslun og velji sér góðan eyeliner og rauðan varalit í flottum lit og leiti að hugmyndum hér að neðan.. Það er svo gaman að vera fínn!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com